<$BlogRSDURL$>
Viðtöl
Thursday, April 01, 2004
  Nafn: Bjarney Sonja Ólafsdóttir
Aldur: 6 ára í hlaupárum, 24 ára í venjulegum árum.
Hjúskaparstaða: á maka
Ef engin maki er, hver er draumamakinn: ég á alveg draumaprins þótt ég eigi maka, maður má alveg láta sér dreyma af og til  hehe, en ég hef ákveðið að svara ekki.
Staða á vellinum, og af hverju þessi staða: vinstra horn, v/ að pabbi var í þessari stöðu þegar hann var í boltanum á sínum tíma og þess vegna byrjaði ég í þessari stöðu. En maður hefur nú tekið að sér ýmsar stöður, t.d. miðjuna í unglingaflokki hér forðum og svo í vetur er maður búin að vera hálfger stöðumella, vinstra hornið, hægra hornið, línan og miðjan í vetur. Hvar endar þetta.
Hefur eitthvað “nickname”: Baddý beib
Hvað ertu búin að æfa lengi og hefuru verið í einhverju öðru liði en Víking: Ég er búin að æfa síðan ég var 7 ára. Ég byrjaði í Fram og spilaði þar þangað til ég var 19 ára. Tók mér frí á meðan ég stundaði háskólanám, hélt reyndar að ég hefði tíma þegar ég var í háskóla og prófaði að byrja í Víking, en gafst fljótt upp og byrjaði svo aftur fyrir tveim vetrum í Fylki/Ír. Þegar það “dó” núna í desember kom ég yfir í Víking, það hefur alltaf runnið í mér Víkingsblóð og hafa fjölskyldumeðlimir alltaf vitað að ég myndi enda í Víking.
Hvaða þjálfara er eftirminnilegastur: Vá, það eru svo margir. Gústaf Björnsson er eftirminnilegur fyrir þrekæfingarnar sem voru ófáar, sérstaklega sippin og útihlaupin. Gunni Magg er eftirminnilegur fyrir “á teig” æfingarnar sem voru fastir liðir eins og venjulega, svo er hann líka mjög eftirminnilegur fyrir stjórn á hópsöng á laginu Nína. Ég get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra.

Hvað eldaðir þú síðast: Ég eldaði síðast kjúkling í pestó sósu og hrísgrjón með, mjög gott og mjög einfalt.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Það er frekar mikið, CSI á mánudögum, Nip/Tuck á þriðjudögum, Bachelor á fimmtudögum, Idol á föstudögum.
Besta bíómyndin: Ég er frekar lítil bíómyndamanneskja....pass
Hvaða tónlist hlustar þú á: Ég hlusta á allt, en aðallega R&B tónlist, fíla líka Nelly og þessháttar tónlist.
Uppáhaldsútvarpsstöð: Létt (já, ég þoli ekki FM og ég hlusta aldrei á aðrar stöðvar)
Uppáhaldsdrykkur: Kók og Sprite er vinsælt á mínu heimili, en þegar maður vill gera sér glaðan dag um helgar þá kemur bjórinn sterkur inn.

Nú komst þú í Janúar í Víking eftir að Fylkir var lagt niður, hvaða ástæða lá að baki að þú valdir að koma í víking: Auðvitað víkingsblóðið, síðan ég var á bleyju mætti ég á æfingar með pabba í Réttó og Laugardagshöllina, þá var engin Vík til, síðan þá hefur blóðið runnið hratt í mér. Svo vissi ég líka að stelpurnar í Víking eru algerir snillingar og ég þekkti þær flestar áður en ég kom á fyrstu æfinguna. Þannig að ég vissi svona nánast hvað ég var að demba mér útí og líkar mjög vel.
Hvað finnst þér vera eftirminnilegasta úr fótboltanum í vetur: Ég held að markið á æfingu í gær hafi gert útslagið. Markið sem Margrét skoraði, ég held að það toppi allt sem undan er gengið. Reyndar mun ég aldrei gleyma markinu hennar Nönnu, en Margrétar var flottara.

Hvaða nefnd hefur staðið sig best í vetur: Partý nefndin að sjálfsögðu
Hver á ljótasta bílinn í liðinu: Hummm, ég held að Vala komi sterk inn þarna. Hún á svona lítið kríli....hann er samt ekkert ljótur beint bara soldið lítill, en hann er samt búinn að reynast vel.
Hver hefur átt “múv” vetrarins á æfingu í vetur: Ég held að ég eigi heiðurinn af því . Já þegar ég var að fara að taka alræmda gabbhreyfingu í hægri skyttunni, þegar við vorum að spila um daginn. Þarf ég að segja meir, allavega er ég ennþá með brunasár og marbletti á báðum hnjám, já báðum.
Hver er mesti hözzlerinn í liðinu: Soffía, ekki spurning....varið ykkur á henni, hún er ekki jafn saklaus og hún lítur út fyrir að vera.
Hvað finnst þér eftirminnilegast úr partýum vetrarins: þegar við mættum í fyrsta víkingspartýið okkar heima hjá Soffíu og allt í einu byrjaði liðið að syngja og allir kunnu öll lögin, og allir sungu í hring, haldandi utan um hvor aðra. Og það besta var að ég hef örugglega ekki heyrt eitt af þessum lögum áður....leikskólalög, frumsamin lög. Það lá nánast við að ég hefði hætt við að koma í Víking eftir þetta  nei, þetta var frábært og ég mun aldrei gleyma þessu fyrsta Víkings partýi.
Hvað finnst þér vera besta gullkornið í vetur: Auðvitað Ylfa, það er ekki hægt að ganga fram hjá henni í þessu -> Shoot your self
Hver finnst þér eiga gullkornatitilinn skilið: Linda, hún er naturally blond.
Hver finnst þér mest “hot” í Mfl.kk: Vá, ég get eiginlega ekki valið á milli þeirra, þeir eru allir svo sætir , er þetta ekki gott svar?
Sætasti sigurinn: Þegar ég vann bikarmeistaratitilinn með Fram 1999, við spiluðum á móti Haukum og þeim var spáð titlinum en við rúlluðum yfir þær undir dyggri stjórn Gústafs Björnssonar. Það var líka alveg ótrúlegt að vera að spila með leikmönnum eins og Gurrý (þjálfara Vals) og Örnu Steinsen og fleiri frábærum leikmönnum. Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum degi og ég vona að allir leikmenn Víkings fái að upplifa þetta sem fyrst.
Hver er þinn besti samherji á ferlinum: Ingó, hún var í Fram með mér í gegnum alla yngri flokkana og svo í meistaraflokki. En svo yfirgaf hún okkur og fór til ÍBV og svo til ÍR. Hún er minn besti samherji, hún var vinstri skytta og við vorum með ófá kerfin okkar á milli.
En “skemmtilegasti” mótherji: Ásdís Sigurðar í Stjörnunni finnst mér vera skemmtilegasti mótherjinn, alltaf gaman að glíma við yfirhandafittuna hennar. Einnig finnst mér Andrea mjög skemmtilegur mótherji á æfingum, þegar ég var í Fram og hún í Fjölni þá þoldi ég hana ekki. En eftir að ég kynntist stelpunni, þá er hún orðin besta vinkona mín, en það er samt ennþá gaman að berja hana á æfingum, hún er nefnilega með ótrúlegt skap og það er ekkert skemmtilegra en að pirra hana. Því hún verður svo sannarlega pirruð.
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?): Það er mjög mismunandi, ef það gengur vel í einhverjum leik, þá passa ég mig á að vera í sömu fötum í þeim næsta (jú, ég þvæ þau á milli, ekki hafa áhyggjur). Annars er það ekkert sérstakt...
Hvernig er best að pirra andstæðinginn: Ég segi ekki trixið mitt....
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég myndi örugglega aldrei spila með Haukum eða FH, ég veit ekki hvað það er. En það er allavega eitthvað.
Hvert var átrúnaðargoð þitt í handbolta á yngri árum: Stefan Kretzschmar hefur alltaf verið átrúnaðargoðið mitt og er það enn í dag, ekki spurning.
Mestu vonbrigði á ferlinum: Þegar ég ákvað að hætta í handbolta þegar ég var á besta aldri og svo þegar ég byrjaði aftur þá var ég orðin XX kílóum of þung, ekki nærrum því jafn snögg og aumari en lítil stelpa. Það voru mikil vonbrigði að geta ekki haldið áfram frá því sem var horfið. En þetta er samt allt að koma....vonandi.

Getur sagt okkur frá eftirminnilegu atviki í leik á þínum ferli:
Já, það var frekar fyndið þegar ég var einu sinni í Danmörku með Fram á handboltamóti. Framstrákarnir voru að spila á móti færeysku liði og Heimir þjálfari öskraði inn á “Fleygðu þér á boltann”, þess má geta að fleygðu þér þýðir allt annað á færeysku en á íslensku og litu færeysku strákarni stórum augum á Heimi. Eftir leikinn fundum við svo út hvað þetta þýðir á færeysku og þori ég varla að segja það hérna, en það þýðir semsagt “að vera góður við sjálfan sig í einrúmi”, þið fattið þetta örugglega..ég þori bara ekki segja orðið hérna 

Segðu okkur nú frá eftirminnilegu atviku úr keppnisferð, endilega koma með meira en eina sögu: Vá, það er svo margt sem hefur gerst í þessum keppnisferðum í gegnum tíðina. Margt sem má því miður ekki segja....þið getið doublað mig til að segja ykkur það við betra tækifæri, ekki hér úti á internetinu. En annars er mjög eftirminnilegt þegar maður var að spila á grasi í öllum þessum mótum sem maður fór í þegar maður var yngri. Það var ótrúlega bæklað að spila á grasi, hvað þá að dripla boltanum og mörg skemmtileg “múv” litu daginn ljós á þessum tímum. Það er mjög eftirminnilegt þegar leikmenn duttu um sjálfan sig á miðjum velli án þess að nokkur væri á móti þeim. Einnig var mjög fyndið þegar ég fór einu sinni til Danmerkur með 17 ára landsliðinu og strákalandsliðið fór með. Það voru ófá pörin sem urðu til í þeirri ferð, reyndar engin af þeim enn þá saman í dag, en það var frekar fyndið, allir á toppi gelgjunnar og hormónarnir á hundrað. Þá var Ásdís Sig, kjúllinn í hópnum, ég var á yngra ári (16 ára), flestar voru 17 ára en svo var það Ásdís hún var bara 13 ára. Það var frekar fyndið að vera með 13 ára stelpu í keppnisferð úti. Hún var svo mikið baby að hún var alltaf farin að sofa mörgum tímum á undan öðrum, í náttkjólnum sínum, enda var hún ekki einu sinni fermd þarna, rosalegt. En hún var undrabarn í handbolta, það var alveg á hreinu. Í þessari sömu ferð vorum við með kvöldskemmtun eitt kvöldið, þá tóku 4 leikmenn úr strákaliðinu sig til og fengu Helgu Magg (mömmu Hafdísar Hinriks) til að lána sér nærföt, g-streng nærbuxur og annað tilheyrandi. Svo komu þeir fram á nærfötum og tóku nokkur danssport í kjölfarið. Þess má geta að þessir leikmenn eru allir núna leikmenn í meistaraflokki karla og luma ég á myndum af þeim í þessum klæðnaði. Þeir sem koma heim til mín geta fengið að sjá myndir, en ég rukka fyrir .....þessar myndir eru priceless.
Svo eru margar skemmtilegar sögur úr Fram, það er nefnilega hefð í fram að allir nýjir leikmenn eru vígðir inn í félagið. Vígslan fer alltaf fram þegar keppnisferðir eru í gangi og hefur ýmislegt komið upp á í þessum vígslum. Einu sinni vorum við á Laugarvatni og það fór fram vígsla og var verið að vígja einn nýjan leikmann í 3. flokki karla (nefni engin nöfn). Það var rosalega mikill snjór úti þegar vígslan fór fram. Eftir að vígslunni lauk var leikmanninum svo mikið um og ó að hann hljóp út og dýfði hausnum á sér ofan í snjóinn og ætlaði ekkert upp aftur. Ég var reyndar alveg skíthrædd um að hann myndi fara sér að voða en þetta reddaðist, þjálfararnir hlupu á eftir honum og róuðu hann niður. Þessi vígsla er engu lík, þið getið spurt hana Heklu (leikmann Stjörnunnar) hún hefur gengið í gegnum þessa vígslu og var ekki sátt. Þið fáið væntanlega ekki að kynnast þessu, spurning um að koma svona hefð upp í Víking, þ.e. að leikmenn séu vígðir inn...hvernig væri það.

Hefur Baddý einhver framtíðarplön: Já, það er að verða betri í handbolta og koma mér í frábært form. Einnig ætla ég að fara í framhaldsnám í tölvunarfræðinni, þannig að ég ætla að flytja út eftir ca. 2 ár. Svo fer maður að dúndra út krílum og svo að lifa hamingjusömu lífi það sem eftir er, er þetta ekki gott framtíðarplan.
Eitthvað að lokum: Áfram Víkingur í kvöld og ég hef 100% trú á því að liðið geti farið alla leið.
 
Monday, March 22, 2004
  Nafn: Nanna Ýr Arnardóttir
Aldur: 21 alveg að vera 22 J
Hjúskaparstaða: einhleyp.....
Ef engin maki er, hver er draumamakinn: úff..Beckham kemur sterkur inn...
Staða á vellinum, og af hverju þessi staða: Mark, maður var creisí þegar maður var 11 ára..
Hefur eitthvað “nickname”: nancy, mamma (festist við mig vegna misskilnings á nafninu mínu).
Hvað ertu búin að æfa lengi og hefuru verið í einhverju öðru liði en Víking: Í 10 ár.. Alltaf með KA en núna síðan í ágúst með Víking.
Hvaða þjálfara er eftirminnilegastur: Erlingur Kristjáns....snillingur

Hvað eldaðir þú síðast: Pizzu a la Nanna, rosa góð
Uppáhaldssjónvarpsefni: Friends, OC, sex in the city.
Besta bíómyndin: þær eru magar, t.d. Green Mile
Hvaða tónlist hlustar þú á: Eftir því hvernig stuði ég er í :-)
Uppáhaldsútvarpsstöð: Hlusta oftast á fm og kiss
Uppáhaldsdrykkur: kók, vatn og mjólk

Nú ert þú markmaður en hefur komið sterk inní hægra hornið í vetur, þú hefur ekkert spáð í að skipta um stöðu: Jú þokkalegaJ veit bara ekki hvort ég myndi einhverntíman slá Gyðu og Völu út svo...:)
Hvað finnst þér vera eftirminnilegasta úr fótboltanum í vetur: Fræga markið mitt í bráðabananum við elstu, mark sem á ekki að vera hægt að skora...hihi

Hvaða nefnd hefur staðið sig best í vetur: Deffenetlí partýnefndin (sem ég er í )
Hver á ljótasta bílinn í liðinu: þori ekki að segja neitt...
Hver hefur átt “múv” vetrarins á æfingu í vetur: Ég held að Linda eigi þau nokkur
Hver er mesti hözzlerinn í liðinu: Dagný var mesti höslerinn.. erum við bara ekki jafnar hinar?
Hvað finnst þér eftirminnilegast úr partýum vetrarins: úff ef maður myndi bara eitthvaðJ
Hvað finnst þér vera besta gullkornið í vetur: Fræga gullkornið hennar Ylfu...shoot your self..
Hver finnst þér eiga gullkornatitilinn skilið: Linda, það hljóta að leynast ljós hár undir svarta litnum!
Hver finnst þér mest “hot” í Mfl.kk: Allir svaka hot..
Sætasti sigurinn: Þeir voru alltaf sætir á mót Val í yngri flokkunum...
Hver er þinn besti samherji á ferlinum: Ég get ekki valið.
En “skemmtilegasti” mótherji: Ásdís Sig...
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?): Nei ég get nú ekki sagt það.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn: Nákvæmlega eins og Natasha 1 gerir þegar hún er í stuði, bögg dauðans.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Val
Hvert var átrúnaðargoð þitt í handbolta á yngri árum: Sigmar Þröstur, langaði geggjað í eins markmannsbuxur og hann átti, gular með svörtum röndum.
Mestu vonbrigði á ferlinum: Við í KA töpuðum Íslandsmeistaratitlinum 3 í röð og bikarmeistaratitlinum 2 í röð minnir mig, þetta var orðið frægt!

Getur sagt okkur frá eftirminnilegu atviki í leik á þínum ferli: Já mér fannst mjög fyndið einu sinni þegar við í KA vorum að keppa á móti Fylki og Þórhildur var að elta eina í hraðaupphlaupi og sá ekki fram á að ná henni þannig að hún öskraði búú á eftir henni og stelpunni brá svo að hún missti boltann...mjög fyndið.
Segðu okkur nú frá eftirminnilegu atviki úr keppnisferð, endilega koma með meira en eina sögu: Einu sinni vorum við í keppnisferðalagi KA stelpur og gistum á Cabin. Erlingur var að þjálfa okkur og við áttum að fara í morgunmat. Ásdís (sem allir vita hvernig erJ) var fyrst niður og sér aftan á Erling sitja einn við borð og borða. Hún labbar að honum (á boxer og hlýrabol) og hvíslar í eyrað á honum með sexý tón..”ertu einn” og maðurinn snýr sér við og viti menn....þetta var ekki Erlingur:S Ásdís greyið bað manninn afsökunar sem var náttulega alveg orðlaus og fór ekki niður í morgunmat þennan morguninn..hiiihihihi
Nú ert þú nýflutt í borg óttans frá Akureyri, hefur eitthvað komið á óvart hér í höfuðborginni: Nei ég held ekki..maður er svo vanurJ
Eitthvað sem hefur valdið vonbrigðum: Já hvað getur verið endalaus rigning hérna!

Hefur Nanna Ýr einhver framtíðarplön: Já bara klára að verða líffræðingur og fá góða vinnu og náttulega finna mér kall ;) .... og svo bara lifa lífinu!
Eitthvað að lokum: Áfram Víkingur!

 
Friday, March 19, 2004
  Nafn: Gyða Mjöll Ingólfsdóttir
Aldur: 22, 23 á morgun.
Hjúskaparstaða: Makalaus
Ef engin maki er, hver er draumamakinn: Johnny Depp ;)
Staða á vellinum, og af hverju þessi staða: Hægra hornið, mér var nú eiginlega plantað þar í byrjun vetrar, en það er fínt J
Hefur eitthvað “nickname”: Ekki svo ég viti til.
Hvað ertu búin að æfa lengi og hefuru verið í einhverju öðru liði en Víking: Búin að æfa síðan ég var 10 ára með rúmlega árshléi. Það gera hátt í 13 ár öll hjá Víking.
Hvaða þjálfara er eftirminnilegastur: Davor, ekki spurning!

Hver er best í fótbolta í liðinu: Margrét.
Nú er fótboltareglan sú að ef við vinnum þá er fótbolti, finnst þér að það eigi að breyta þessari reglu: Alls ekki!
Nú er þú örvhent, hefur þurft að þola einelti eða vanrækslu vegna þess: Hehe nei það hefur ekki komið til þess, þeir sem reyna að stríða manni eru að sjálfsögðu bara öfundsjúkir!

Hvaða nefnd hefur staðið sig best í vetur: Partýnefnd! Er það ekki eina virka nefndin?
Hver á ljótasta bílinn í liðinu:Hef ekki kynnt mér bílaflota liðsins.
Hver hefur átt “múv” ársins á æfingu í vetur: Steinunn Þorsteins þegar hún tók “áhættustökkið” yfir grindina.
Hver er mesti hözzlerinn í liðinu: Hlýtur að vera Erna!
Hvað finnst þér eftirminnilegast úr partýum vetrarins: Að keyra Steinunni, Önnu Kr., Margréti og Natöshu niður í bæ eftir partý, þær voru í feikna stuði!
Hvað finnst þér vera besta gullkornið í vetur: “Do you want to shoot yourself?”
Hver finnst þér eiga gullkornatitilinn skilið: Linda, hún er ljóska í felum J
Hver finnst þér mest “hot” í Mfl.kk: Æ þeir eru allir svo sætir ;)

Segðu okkur nú frá einhverju skemmtilegu og eftirminnilegu atviki á ferlinum, mega vera fleiri en eitt endilega skrifa sem mest: Man nú ekki eftir neinu einu atviki, en Portúgalferðin 2000 var mikið rokk J
Hver er sætasti sigurinn á ferlinum: Ég gleymi því aldrei þegar við unnum ÍR-stelpurnar í Danmörku, þær voru svo sigurvissar, en við gáfum þeim fast spark í rassinn J

Nú dvaldir þú vetrarlangt á Spáni, hvað getur sagt okkur um dvöl þína þar: Það var mikið stuð, fór lítið fyrir handbolta þar, en maður lærði spænsku á fullu svo maður getur eitthvað talað hana núna og svo kynntist maður fullt af fólki. Svo var líka ómetanlegt að draga fram hlaupaskóna þar og skokka meðfram ströndinni! Held að þetta sé eitthvað sem allir ættu að gera eftir stúdentspróf, skemmta sér soldið og koma svo af tvöföldum krafti í háskóla.
Hefur Gyða Mjöll einhver framtíðarplön : Já að klára Bs í verkfræði sem fyrst og stefnan er tekin á eina önn í Kanada.
Eitthvað krassandi að lokum: Sorry ekkert slúður! Vil samt minna á afmælið mitt laugardaginn 20. mars, eins gott að Stjarnan verði lögð þá!!!
 
sdf

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 /


Powered by Blogger